fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Yfirheyrslumyndbönd af „dómsdagsmorðingjanum“ skelfa fólk

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:02

Lori Vallow í yfirheyrslu. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Charles Vallow var myrtur í júlí 2019 var eiginkona hans, Lori Vallow, yfirheyrð af lögreglunni. Yfirheyrslan var mjög sérstök því á meðan á henni stóð hló Lori, grínaðist og gagnrýni eiginmann sinn. Þegar yfirheyrslan fór fram var hún ekki grunuð í málinu en nú er það en það er ekki nóg með það því hún er einnig grunuð um að hafa myrt börnin sín tvö, sjö og sautján ára.

Lögreglan í Chandler í Arizona hefur nú birt upptökur af yfirheyrslum yfir Lori sem hefur verið kölluð „dómsdagsmorðinginn“ í bandarískum fjölmiðlum í umfjöllun þeirra um mál hennar og núverandi eiginmanns hennar sem einnig er grunaður í málinu. Þau hafa verið ákærð og réttarhöld hefjast fljótlega.

Lori komst fyrst í fréttirnar haustið 2019 þegar börnin hennar tvö, Joshua Vallow 7 ára, og Tylee Ryan 17 ára, hurfu. Ættingjar þeirra höfðu áhyggjur af þeim því ekkert hafði heyrst frá þeim í langan tíma. Joshua var einhverfur. Lori og Chad sögðu að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur þegar lögreglan ræddi við þau. Þau sögðu að börnin væru hjá ættingjum í Arizona. En það var ekki rétt, þau fundust ekki og fjölmiðlar um allan heim fóru að fjalla um málið.

Joshua og Tylee. Mynd:Kaua’i Police Department

Lori var kölluð fyrir rétt til að gera grein fyrir hvar börnin væru en þá lét hún sig hverfa. Hún fannst síðan á Hawaii þar sem hún var með Chad. Þau voru handtekin vegna rannsóknar málsins. Níu mánuðum eftir að börnin hurfu sporlaust fann lögreglan lík þeirra í gröf á landareign Chad.

Lori og Chad voru þá kærð fyrir morðið á þeim en lögreglan telur að þau hafi einnig komið að morðinu á Charles Vallow fyrir tveimur árum en hann var skotinn til bana. Það var Alex Cox, bróðir Lori, sem tók á sig sök í því máli og bar við sjálfsvörn. Lögreglan telur hins vegar að Lori og jafnvel Chad hafi tengst morðinu. Alex lést af eðlilegum orsökum í desember 2019 og var því aldrei ákærður fyrir morðið.

Á einni þeirri upptaka sem lögreglan hefur birt er Lori yfirheyrð nokkrum klukkustundum eftir að Charles fannst látin en þau höfðu verið gift í 14 ár. Hún hlær og grínast í yfirheyrslunni.

„Hann var alltaf fúll út í mig. Hann vildi ekki skilnað en mér líkaði ekki við hann og ég vildi ekki hafa neitt með hann að gera en þannig var þetta bara. Við höfðum verið gift í 14 ár og ég hélt hann út í 14 ár,“ sagði hún um eiginmanninn sem hún var að eigin sögn að skilja við.

Chad Daybell og Lori Vallow. Mynd:Rexburg Police Department

 

 

 

 

 

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Lori og Chad voru félagar í einhverskonar dómsdagssöfnuði. Telur lögreglan að Charles hafi reynt að grípa inn í þessa dómsdagstrú Lori og andleg vandamál hennar áður en hann var skotinn til bana.

Chad er einnig ákærður fyrir að hafa orðið fyrrum eiginkonu sinni, Tammy Daybell, að bana en hún lést nokkrum vikum áður en hann kvæntist Lori.

Niðurstaða geðrannsóknar á Lori er að hún sé ekki í nægilega góðu andlegu ástandi til að geta komið fyrir dóm en hún er samt sem áður talin sakhæf. Hún er vistuð á geðdeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu