Norska ríkisútvarpið segir að það hafi verið á milli klukkan 21 og 21.15 sem vitni sá að tveir karlar og ein kona og hundur að auki voru í bát á vatninu og ætluðu yfir það. Mjög mikið er í vatninu núna og mikill straumur og hreif hann bátinn með sér og bar niður ána.
Synnøve Malkense, sem stýrir aðgerðum lögreglu og björgunarmanna á svæðinu, sagði að um lítinn bát hafi verið að ræða og líklega hafi hann farið fram af fossinum í stíflunni í Tokagilinu og horfið niður í fossinn. Það eina sem hefur fundist er ein ár.
Slökkviliðsmenn leituðu í gilinu en hafa nú hætt þeirri leit þar sem það er svo mikið vatn í því að ekki þykir forsvaranlegt að vera með leitarmenn þar.
Leitarmenn segja að litlar líkur séu á að finna einhvern á lífi en ekki verði gefist upp strax.