fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:08

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir við Langevotnevatn á Kvamskogen í Noregi síðan í gærkvöldi. Þriggja er saknað en talið er að báturinn, sem fólkið var í, hafi farið fram af fossi. Mikill straumur er á svæðinu og leitarskilyrði erfið. Vitni sá strauminn taka bátinn og sá hann reka niður ána.

Norska ríkisútvarpið segir að það hafi verið á milli klukkan 21 og 21.15 sem vitni sá að tveir karlar og ein kona og hundur að auki voru í bát á vatninu og ætluðu yfir það. Mjög mikið er í vatninu núna og mikill straumur og hreif hann bátinn með sér og bar niður ána.

Synnøve Malkense, sem stýrir aðgerðum lögreglu og björgunarmanna á svæðinu, sagði að um lítinn bát hafi verið að ræða og líklega hafi hann farið fram af fossinum í stíflunni í Tokagilinu og horfið niður í fossinn. Það eina sem hefur fundist er ein ár.

Slökkviliðsmenn leituðu í gilinu en hafa nú hætt þeirri leit þar sem það er svo mikið vatn í því að ekki þykir forsvaranlegt að vera með leitarmenn þar.

Leitarmenn segja að litlar líkur séu á að finna einhvern á lífi en ekki verði gefist upp strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur