fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Miklar verðhækkanir á áburði geta valdið matvælaskorti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 19:30

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilbúinn áburður hefur hækkað mikið í verði að undanförnu og er verðið orðið svo hátt að margir bændur hika við að kaupa áburð. Þetta getur í versta falli endað með miklum verðhækkunum og jafnvel matvælaskorti.

Þetta kemur fram í umfjöllun finans.dk. Fram kemur að verðið hafi næstum því fjórfaldast og það hafi sín áhrif á bændur sem hiki margir við að kaupa áburð vegna verðsins. Markaðurinn er sagður vera nánast frosinn og verðin komin alveg út úr korti. Margir áburðarframleiðendur í Evrópu og Kína hafa stöðvað framleiðsluna og það hefur valdið enn frekari verðhækkunum.

Ástæðurnar fyrir þessu eru slæm blanda markaðsafla og efnahags. Það þarf mikla orku til að framleiða áburð. Við framleiðslu á 100 kílóum er gaskostnaður 90% af heildarkostnaðinum. Verð á gasi hefur hækkað mikið á síðustu misserum og það skilar sé beint út í framleiðslukostnaðinn á áburði sem aftur skilar sér í verðinu til bænda. Það veldur því að bændur draga úr notkun og í framhaldi af því hætta sumir framleiðendur áburðarframleiðslu. Sem sagt slæm hringrás.

Sérfræðingar á þessum markaði telja að skortur verði á tilbúnum áburði á næsta ári og það muni valda matvælaskorti því heimsframleiðslan muni dragast saman.

Þetta mun að sögn ekki valda beinum matvælaskorti í þróuðu ríkjunum þar sem flestir geta tekist á við verðhækkanir á matvælum en fyrir þriðja heims ríkin getur þetta haft alvarlegar afleiðingar.

Sérfræðingar telja að brauð, hveiti og pasta muni fyrst hækka. Síðan muni verð á kjöti hækka, að minnsta kosti hjá þeim framleiðendum sem gefa dýrunum kornmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu