fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Miklar verðhækkanir á áburði geta valdið matvælaskorti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 19:30

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilbúinn áburður hefur hækkað mikið í verði að undanförnu og er verðið orðið svo hátt að margir bændur hika við að kaupa áburð. Þetta getur í versta falli endað með miklum verðhækkunum og jafnvel matvælaskorti.

Þetta kemur fram í umfjöllun finans.dk. Fram kemur að verðið hafi næstum því fjórfaldast og það hafi sín áhrif á bændur sem hiki margir við að kaupa áburð vegna verðsins. Markaðurinn er sagður vera nánast frosinn og verðin komin alveg út úr korti. Margir áburðarframleiðendur í Evrópu og Kína hafa stöðvað framleiðsluna og það hefur valdið enn frekari verðhækkunum.

Ástæðurnar fyrir þessu eru slæm blanda markaðsafla og efnahags. Það þarf mikla orku til að framleiða áburð. Við framleiðslu á 100 kílóum er gaskostnaður 90% af heildarkostnaðinum. Verð á gasi hefur hækkað mikið á síðustu misserum og það skilar sé beint út í framleiðslukostnaðinn á áburði sem aftur skilar sér í verðinu til bænda. Það veldur því að bændur draga úr notkun og í framhaldi af því hætta sumir framleiðendur áburðarframleiðslu. Sem sagt slæm hringrás.

Sérfræðingar á þessum markaði telja að skortur verði á tilbúnum áburði á næsta ári og það muni valda matvælaskorti því heimsframleiðslan muni dragast saman.

Þetta mun að sögn ekki valda beinum matvælaskorti í þróuðu ríkjunum þar sem flestir geta tekist á við verðhækkanir á matvælum en fyrir þriðja heims ríkin getur þetta haft alvarlegar afleiðingar.

Sérfræðingar telja að brauð, hveiti og pasta muni fyrst hækka. Síðan muni verð á kjöti hækka, að minnsta kosti hjá þeim framleiðendum sem gefa dýrunum kornmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Í gær

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin