Independent segir að Weiss hafi geymt svokallað „edibles“, sem er kannabis í sælgætisformi, í nammikassanum sínum ásamt venjulegu sælgæti. Upp komst um þetta þegar hún bauð nemendum sínum upp á sælgæti úr kassanum. Einn nemandi valdi þá kannabissælgæti. Weiss áttaði sig á því og tók það af honum og lét hann velja annað úr kassanum. Hann valdi aftur kannabissælgæti að söng Jay Koon, talsmanns lögreglunnar, og komst þá upp um Weiss.
Í kjölfarið gerði lögreglan húsleit heima hjá henni og fann þá meira af kannabissælgætinu.
Weiss gaf sig síðan sjálf fram við lögregluna og var skömmu síðar rekin úr starfi.
Enginn af nemendum hennar borðaði kannabissælgætið sem hún „bauð“ þeim upp á.