fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bólusetja Kóalabirni gegn klamýdíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 400 kóalabirnir verða bólusettir gegn klamýdíu á næstunni í Ástralíu. Vísindamenn segjast vonast til að þetta geti leikið stórt hlutverk í að tryggja að tegundin lifi áfram.

Klamýdía, sem smitast við kynmök, hefur breiðst mjög út meðal kóalabjarna og á sumum svæðum er helmingur dýranna smitaður.

„Þetta er slæmur sjúkdómur sem veldur augnslímhúðarbólgu, blöðrubólgu og jafnvel ófrjósemi,“ sagði Amber Gillett, dýralæknir og stjórnandi tilraunarinnar, í tilkynningu sem var send út áður en bólusetningar hófust.

Vísindamenn segja að sjúkdómurinn, sem getur einnig smitast frá mæðrum til afkvæma þeirra við fæðingu, geti einnig valdið blindu.

Birnirnir fá einn skammt af bóluefni og örflögur verða settar í þá áður en þeim verður sleppt aftur út í náttúruna.

Vísindamennirnir ætla að rannsaka hversu mikla vernd bóluefnið veitir dýrunum. Þeir vonast til að bóluefnið muni fjölga þeim dýrum sem lifa og ýta undir fjölgun þeirra.

CNN segir að erfitt sé að áætla fjölda kóalabjarna í Ástralíu og sé fjöldinn mjög breytilegur á milli svæða. Í rannsókn, sem vísindamenn við University of Queensland gerðu 2016, komust þeir að þeirri niðurstöðu að 330.000 dýr væru eftir í Ástralíu.

Rannsókn á vegum World Wildlife Fund leiddi í ljós að rúmlega 60.000 kóalabirnir hafi drepist í gróðureldunum miklu 2019 og 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga