Mohammad Shatayyeh, forsætisráðherra Palestínu, hvetur alþjóðasamfélagið og þá sérstaklega Bandaríkin til að „takast á“ við Ísrael um þetta. Hann segir þessar fyrirætlanir ögrun við Palestínumenn.
Samkvæmt áætlununum á að byggja 729 íbúðir í bænum Ariel og 346 í Beit El. „Við framkvæmum það sem við höfum lofað,“ sagði Seev Elkin, húsnæðismálaráðherra.
Auk þessar 1.355 íbúða sem nú verða boðnar út verða 2.000 íbúðir til viðbótar byggðar fyrir landtökufólk sögðu heimildarmenn í hernum í ágúst.
Ísrael hernam Vesturbakkann í sexdagastríðinu 1967. Í dag búa um 600.000 gyðingar, landtökufólk, í 200 byggðum á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem.
Öryggisráð SÞ sagði árið 2016 að landtakan bryti gegn þjóðarrétti og hvatti Ísrael til að hætta byggingu íbúða á hernumdu svæðunum.