fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Tilraunaflugmaður ákærður fyrir svik í tengslum við Boeing 737 MAX

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. október 2021 22:30

Boeing 737 MAX 8

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur kviðdómur ákvað í síðustu viku að ákæra skuli fyrrum yfirmann tilraunaflugmanna hjá Boeing fyrir að hafa skilað röngum niðurstöðum til þeirra sem gáfu út leyfi til notkunar Boeing 737 MAX flugvélanna. Tvær vélar af þessari tegund fórust fljótlega eftir að þær voru teknar í notkun og í kjölfarið var notkun véla af þessari tegund bönnuð mánuðum saman meðan úrbætur voru gerðar á tæknibúnaði þeirra.

Mark Forkner, 49 ára, var tengiliður Boeing við bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, og kom að ákvarðanatöku um hvernig ætti að þjálfa flugmenn áður en þeir færu að fljúga MAX vélunum. AFP skýrir frá þessu.

Hann afhenti FAA fölsuð gögn, ónákvæm og ófullunnin um hluta af stýrikerfi vélanna. Þetta stýrikerfi nefnist MCAS og varð þess valdandi að vélarnar tvær fórust 2018 og 2019. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.

Forkner uppgötvaði stóra breytingu í MCAS árið 2016 sem átti að koma í veg fyrir að vélarnar myndu ofrísa. En hann ákvað að deila þessum upplýsingum ekki með FAA. Það hafði í för með sér að FAA gat ekki vísað til MCAS í þjálfunarleiðbeiningum flugmanna né öðrum skjölum. Hann er einnig sakaður um að samsæri gegn þeim viðskiptavinum sem keyptu 737 MAX vélarnar með því að leyna upplýsingum.

Eftir því sem kemur fram í skjölum sem voru birt í ársbyrjun 2020 þá montaði hann sig af því að geta svindlað á tengiliðum sínum hjá FAA til að fá MCAS samþykkt.

Bæði flugslysin voru rakin til þess að MCAS virkaði ekki eins og skyldi vegna rangra upplýsinga sem komu frá skynjara á flugvélunum. Það var ekki fyrr en í árslok 2020 sem búið var að uppfæra hugbúnaðinn í MCAS og aftur mátti fara að nota vélarnar.

Ef Forkner verður sakfelldur á hann allt að 100 ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi