fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Merk uppgötvun nærri Pompeii

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. október 2021 07:30

Frá Pompeii.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 79 eftir Krist gaus eldfjallið Vesúvíus en það er nærri rómverskum bæ sem hét Pompeii. Fornleifafræðingar hófu nýlega uppgröft nærri Pompeii, þann fyrsta í um þrjá áratugi, og hafa nú þegar gert merka uppgötvun.

Þeir fundu beinagrind manns sem grófst undir fargi þegar eldgosið átti sér stað. Menningarmálaráðuneyti Ítalíu segir þessa uppgötvun vera „stórkostlega“. The Guardian skýrir frá þessu.

Fornleifafræðingar telja að maðurinn hafi verið á aldrinum 40 til 45 ára og hafi látist nokkrum skrefum frá sjónum þegar hann flúði undan gosinu. Beinagrind hans fannst þar sem strönd bæjarins var til forna. Höfuð hans vísaði í átt að sjónum og var beinagrindin umkringd leifum af viði, þar á meðal bjálka úr lofti en hann gæti hafa brotið höfuðkúpu mannsins að sögn ítölsku fréttastofunnar Ansa. „Síðustu sekúndurnar tóku fljótt af en voru hræðilegar,“ hafði Ansa eftir Francesco Sirano, forstjóra Herculaneum fornleifasvæðisins.

Það var um klukkan eitt að nóttu sem 300-400 gráðu heit gjóska náði að bænum. Sumir segja að hún hafi verið 500-700 gráðu heit. Þetta var sjóðandi heitt hvítt ský sem geistist í átt að sjónum á um 100 km/klst. Skýið var svo þétt að það var ekkert súrefni í því að sögn Sirano.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið