fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Vilja láta lubbann lafa niður á axlir – Nemendur í Texas lögsækja skóla sem meinar drengjum að vera með sítt hár

Pressan
Laugardaginn 23. október 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngleikurinn Hárið fjallar um hóp af hippum í Bandaríkjunum á tímum víetnamska-stríðsins. Hugmyndina að sögunni fengu leikararnir James Rado og Gerome Ragni á sjöunda áratug síðustu aldar og innblásturinn var meðal annars fenginn frá blaðagreinum sem fjölluðu um unglinga sem voru reknir úr skólum fyrir að safna hári.

Söngleikurinn hefur nokkru sinnum verið settur upp hér á landi og þá yfirleitt í þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar.

Eitt lag söngleiksins fjallar einmitt um það að vera með lubbann lafandi niður á axlir. Þar segir meðal annars í þýðingu Davíðs:

„Á mér er haus með hár
Herðasítt hár
Úfið snúið
Undið bundið lúið

Ég vill láta lubbann
Lafa niður á axlir
Hingað og
Þangað og
Út um allt vill ég hafa hár .
Faxið flagsi
Frjálst á meðan vaxi á
mér hár“

Þetta lag hefur líklega verið sungið nokkuð undanfarið í Texas í Bandaríkjunum þar sem hópur nemenda hefur nú lögsótt skóla sinn fyrir strangar reglur sem gera drengjum skylt að vera stutthærðir.

Úreltar kynjahugmyndir og brot gegn stjórnarskrá

Einn drengjanna, sem í stefnu er kallaður AC og er 9 ára gamall, var refsað fyrir að vera með sítt hár – meðal annars var honum vikið tímabundið úr skólanum, bannað að fara í frímínútur og matarhlé með öðrum nemendum og jafnvel gert að sækja tíma í öðrum skóla – allt því hann neitaði að klippa á sér hárið.

„Að vera með sítt hár eykur sjálfstraust AC og er mikilvægur hlutur af arfleifð fjölskyldu hans, segir í stefnu.

Nemendurnir sem hafa kært eru sjö og eru á aldrinum 7-17 ára. Þeir halda því fram að bann skólans við síður hári drengja byggi á úreltum kynjahugmyndum og brjóti gegn stjórnarskrárbundnum réttindum þeirra. Þeir telja einnig að skólinn beitir þessari reglu aðeins gegn sumum nemendum, en ekki öllum og að bannið hafi valdið ómetanlegum og óafturkræfum skaða.

Einn lögmaður málsins, Brian Klosterboer segir í samtali við Washington Post að reglur skólans stríði gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og mismuni nemendum.

„Við höfum ítrekað varað skólayfirvöld við því að kynjuð afstaða þeirra til hársíddar brjóti gegn stjórnarskrá, en þau halda áfram að afvegaleiða líf nemenda og brjóta gegn rétti þeirra til almennrar menntunar án mismununar.“

Drengir mega ekki vera með eyrnalokka

Samkvæmt handbók skólaumdæmisins segir að hár megi ekki vera „síðara en kraginn á skyrtu, neðsti hluti eyra og ekki síðar en svo að það skyggi á augu karlkyns nemenda.“

Í handbókinni segir einnig að „aðeins stúlkur mega vera með eyrnalokka. Eyrnalokkar stráka verða gerðir upptækir.“

Drengir mega heldur ekki vera með „skegg eða yfirvaraskegg af neinu tagi. Bartar mega ekki vera síðari en sem nemur neðsta hluta eyra.“

Yfirmaður umdæmisins sagði í yfirlýsingu í ágúst að þessum reglum hafi verið beitt árum saman. Þær hafi verið samþykkt af af dómstólum í Texas og sé beitt í um helmingi skólaumdæma ríkisins.

Þessi barátta nemenda, foreldra og skólayfirvalda hefur átt sér stað mánuðum saman. Foreldrar hafa harðlega gagnrýnt þessa stefnu.

„Það er ómanneskjulegt að vera með skóla, hluta hins opinbera, sem neyðir mig til að klippa hár mitt til að fullnægja þeirra væntingum um útlit,“ segir unglingurinn Daniel Hoosier. Hann ákvað á endanum að klippa hár sitt en er ekki sáttur við það.

„Mér finnst eins og ég hafi misst hluta af sjálfum mér þegar ég var neyddur til að klippa það“

Kynsegin gert að fylgja banni ef skráning á fæðingarvottorði er KK

Þeir sem standa að málsókninni hafa einnig bent á að stefna skólans geti verið skaðleg fyrir kynsegin nemendur sem skilgreina sig ekki sem karlkyns þó að það sé kynið sem tilgreint sé á fæðingarvottorði þeirra.

Löggjafar í Texas samþykktu nýlega frumvarp sem bannar trans nemendum að æfa íþróttir með liðum sem samrýmast kynvitund þeirra. Ríkisstjórinn Greg Abbott segir að þetta frumvarp muni „vernda heilindi skólaíþrótta í Texas“ á meðan talsmaður úr hvíta húsinu hefur kallað löggjöfina „ekkert meira en eineltistilburði í dulargervi löggjafar sem grefur undan grunngildum þjóðarinnar“

Einn kærandi, 15 ára nemandi, segir í stefnu að hár hans sé „eitt af því eina í lífi hans sem hann hafi forræði á,“ einkum í faraldri COVID-19, en hann missti bæði móður sína og ömmu vegna veirunnar.

Einn kærenda er 11 ára kynsegin nemandi, en þar sem hán er skráð karlkyns á fæðingarvottorði krefst skólinn þess að hán fylgi reglum skólans um hársídd drengja. Hán segir að sítt hár sé mikilvægur þáttur í hvernig hán tjáir kynvitund sína. Móðir háns sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla að skólaumdæmið hafi „misst sjónir á því sem er mikilvægast og haldi áfram að valda börnunum okkar skaða.“

„Enginn nemandi ætti að þurfa að sætta sig við kynjaðar steríótýpur eða að menntun þeirra sé sett í uppnám vegna kyns þeirra. Við verðum ekki hundsuð og við erum ekki að fara þegjandi á meðan börn okkar eru beitt aga bara út af kyni þeirra.“

Heimild – Independent

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi