Þetta kemur fram í skýrslu sem menntamálaráðuneytið birti nýlega. Japanska fréttastofan NHK segir að margvíslegar ástæður liggi að baki sjálfsvígunum. Þar á meðal eru fjölskylduvandamál, slæmur námsárangur, samband barnanna við önnur börn og veikindi. CNN skýrir frá þessu.
Ekki er vitað um ástæðu helmings sjálfsvíganna á síðasta ári.
Skólaárið á undan frömdu 317 skólabörn sjálfsvíg og er aukningin því 31%.
NKH hefur eftir Eguchi Arichika, hjá menntamálaráðuneytinu, að þessi mikla aukning sé mikið áhyggjuefni.