fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Prófessor segir ekki útilokað að alheimurinn hafi verið búinn til í tilraunastofu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. október 2021 17:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Avi Loeb, prófessor við Harvard háskóla, setti nýlega fram athyglisverða kenningu um að alheimurinn hafi verið búinn til í tilraunastofu af „háþróuðu tæknivæddu menningarsamfélagi“.

Hann skrifaði grein um þetta í vísindaritið Scientific American og sagði þar að ef þetta sé rétt þá muni þetta sameina trúarlegar kenningar um að æðri vera hafi skapað alheiminn og veraldlegar kenningar um þyngdarskammtafræði. Rétt er að hafa í huga að grein Loeb er ekki byggð á rannsókn heldur er um skoðanagrein að ræða.

Í umfjöllun Futurism um grein Loeb kemur fram að eitt það áhugaverðasta í kenningu hans sé um flokkunarkerfi menningarheima. Hann segir að mannkynið sé í C-flokki, lítt tæknilega þróað samfélag sem þarfnast sólarinnar sinnar.

Ef og þegar tækni okkar kemst á það stig að við verðum ekki háð sólinni þá komumst við í flokk B segir hann. Ef okkur tekst að skapa okkar eigin „barnaalheim“ í tilraunastofu (eins og meintir skaparar okkar) þá verðum við í A-flokki.

Hann segir einnig að auðvitað standi eitt og annað í vegi fyrir að við getum náð þessum áfanga. Stærsta hindrunin er að við getum ekki búið til nægilega mikið af þéttri hulduorku á litlu svæði. Ef við náum því stigi að geta gert það þá getum við komist í A-flokk eins og meintir skaparar okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út