fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

„Margbrotinn“ eldgamall saur varpar ljósi á neysluvenjur forfeðra okkar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. október 2021 16:00

Saltnáma í Hallstatt. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem vann í saltnámum í Ölpunum fyrir um 2.700 árum virðist hafa drukkið og borðað nokkuð hollan mat miðað við það sem sést í saur austurrískra námuverkamanna. Þeir virðast meðal annars hafa borðað gráðaost og drukkið bjór.

Það eru engin ný tíðindi að fólk borði gráðaost og drekki bjór með en ný rannsókn varpar ljósi á hversu langt aftur í tímann þessi siður teygir sig.

Rannsóknin byggir á greiningu á saur manna sem fannst í Hallstatt saltnámunni í Austurrísku Ölpunum. Frank Maixner, örverufræðingur við Eurac rannsóknarstofnunina í Bolzano á Ítalíu, stýrði rannsókninni. The Guardian hefur eftir honum að það hafi komið honum á óvart að komast að því að námumenn hafi fyrir rúmlega tvö þúsund árum verið nógu þróaðir til að „nota gerjun af ásettu ráði“.

„Þetta er mjög þróað að mínu mati. Ég átti ekki von á að þetta hefði verið gert á þessum tíma,“ sagði Maixner.

Þetta eru elstu ummerkin í Evrópu um að ostur hafi verið látin „þroskast“ að sögn vísindamannanna.

Fjöldi gamalla heimilda er til um áfengisneyslu, bæði skriflegar og fornleifar, en fyrrgreindur saur er fyrsta líffræðilega sönnunin fyrir bjórneyslu Evrópubúa.

Salt hefur verið unnið í Hallstatt í rúmlega 3.000 ár og áður fyrr snerist líf allra íbúanna á svæðinu um saltnámuna þar sem þeir eyddu mestum hluta dagsins.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Current Biology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir