fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Er Y-litningurinn að hverfa? Sumir vísindamenn telja karla vera í útrýmingarhættu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. október 2021 18:30

Karlmenn verða líka fyrir kynferðisofbeldi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað að karllitningurinn, Y-litningurinn, sem ákvarðar hvort barn verður karlkyns eða kvenkyns á undir högg að sækja og er að hverfa. Á síðustu milljónum ára hefur litningurinn eytt sjálfum sér með hverri stökkbreytingunni á fætur annarri.

Þetta kemur fram í umfjöllun Illustrert Vitenskap sem segir að margir vísindamenn túlki þetta sem svo að karlar séu í útrýmingarhættu.

Það var ákveðinn genagalli hjá fyrstu spendýrunum sem bjó til það kerfi, sem við þekkjum í dag, þar sem Y-litingurinn, sem inniheldur SRY-genið sem veldur því að eistu myndast, sem ákvarðar hvort fóstur þróar með sér eistu og verður þar með karlkyns.

Y-litningurinn er sérstaklega viðkvæmur því það er bara einn svoleiðis ásamt X-litningi hjá körlum en hjá konum er tveir X-litningar.

Þegar frumur skipta sér og mynda kynfrumur lenda litningar saman í pörum. Þeir skiptast þá á genum og losa sig við stökkbreytingar, sem eru óviðeigandi, þannig að það eru bara sterkustu samsetningarnar sem lifa. En Y-litningurinn á sér enga félaga andstætt hinum.

„Aðrir litningar geta miklu auðveldar leiðrétt gölluð gen með því að skiptast á upplýsingum við aðra. Það geta Y-litningar ekki. Þeir eru aleinir og miklu viðkvæmari fyrir ýmsum göllum,“ hefur Dagbladet eftir Gunnari D. Houge, prófessor við háskólann í Bergen.

Jenny Graves, prófessor í erfðafræði, skrifaði grein sem var birt 2014 þar sem fram kemur að á síðustu 166 milljónum ára hafi Y-litningurinn tapað flestum af þeim 1.600 genum sem hann bjó yfir í upphafi. Segir Graves að Y-litningurinn muni hverfa af sjónarsviðinu á næstu 4,5 milljónum ára. aðrir vísindamenn telja þó að hann muni komast í jafnvægi á endanum og lifa áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“