Þetta kemur fram í umfjöllun Illustrert Vitenskap sem segir að margir vísindamenn túlki þetta sem svo að karlar séu í útrýmingarhættu.
Það var ákveðinn genagalli hjá fyrstu spendýrunum sem bjó til það kerfi, sem við þekkjum í dag, þar sem Y-litingurinn, sem inniheldur SRY-genið sem veldur því að eistu myndast, sem ákvarðar hvort fóstur þróar með sér eistu og verður þar með karlkyns.
Y-litningurinn er sérstaklega viðkvæmur því það er bara einn svoleiðis ásamt X-litningi hjá körlum en hjá konum er tveir X-litningar.
Þegar frumur skipta sér og mynda kynfrumur lenda litningar saman í pörum. Þeir skiptast þá á genum og losa sig við stökkbreytingar, sem eru óviðeigandi, þannig að það eru bara sterkustu samsetningarnar sem lifa. En Y-litningurinn á sér enga félaga andstætt hinum.
„Aðrir litningar geta miklu auðveldar leiðrétt gölluð gen með því að skiptast á upplýsingum við aðra. Það geta Y-litningar ekki. Þeir eru aleinir og miklu viðkvæmari fyrir ýmsum göllum,“ hefur Dagbladet eftir Gunnari D. Houge, prófessor við háskólann í Bergen.
Jenny Graves, prófessor í erfðafræði, skrifaði grein sem var birt 2014 þar sem fram kemur að á síðustu 166 milljónum ára hafi Y-litningurinn tapað flestum af þeim 1.600 genum sem hann bjó yfir í upphafi. Segir Graves að Y-litningurinn muni hverfa af sjónarsviðinu á næstu 4,5 milljónum ára. aðrir vísindamenn telja þó að hann muni komast í jafnvægi á endanum og lifa áfram.