Indverska heilbrigðisráðuneytið skýrði frá þessu í gær. Aðeins er um hálft ár síðan fjöldi smita í landinu var svo mikill að heilbrigðiskerfið var við það að kikna.
Í apríl og maí fjölgaði smitum mikið. Um 400.000 smit greindust á sólarhring og um 4.000 dauðsföll á sólarhring. Mörg sjúkrahús og líkbrennslur önnuðu ekki verkefnum sínum.
Nú hefur smitum fækkað mikið og eru um 15.000 á sólarhring. Þetta hefur í för með sér að daglegt líf hefur færst nær því að vera í eðlilegu formi víðast um landið.
Á heimsvísu eru það aðeins Kínverjar sem hafa gefið fleiri skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni en þeir hafa gefið rúmlega 2,4 milljarða skammta til þessa.
Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa rúmlega 34 milljónir Indverja smitast af veirunni frá upphafi faraldursins og rúmlega 450.000 hafa látist.