fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Biden segir að Bandaríkin muni verja Taívan fyrir Kína

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 08:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi stóð CNN fyrir fundi þar sem gestum stóð til boða að spyrja Joe Biden, Bandaríkjaforseta, spurninga úr sal. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin séu reiðubúin til að verja Taívan ef til þess kemur að Kínverjar ráðist á eyjuna svaraði hann að Bandaríkjunum beri skylda til þess.

„Bandaríkjunum ber skylda til að verja bandamenn sína í NATO í Kanada og Evrópu og það sama gildir um Japan, Suður-Kóreu og Taívan,“ sagði Biden.

Taívan hefur í raun fulla sjálfsstjórn en eyjaskeggjar hafa aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði frá Kína. Þegar kommúnistar unnu sigur í borgarastyrjöldinni í Kína 1949 flúðu andstæðingar þeirra til Taívan og stofnuðu sitt eigið ríki.

Kommúnistastjórnin í Kína telur Taívan vera óaðskiljanlegan hluta af Kína og kínverskt landsvæði og hefur heitið því að sameina eyjuna og Kína, með valdi ef nauðsyn krefur.

Aðeins örfá ríki viðurkenna Taívan sem sjálfstætt ríki.

Ummæli Biden í gær ganga gegn gamalli pólitískri stefnu í Bandaríkjunum í málefnum Taívan sem gengur út á að ákveðið tvíræði því Bandaríkin aðstoða Taívan við að byggja upp varnir eyjunnar en um leið lofa þau ekki að koma eyjunni til aðstoðar ef til árásar Kínverja kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur