fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Banna bólusettum börnum að koma í skólann – Óttast að þau „smiti“ óbólusetta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 05:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaskólinn Centner Academy í Miami í Flórída hefur tilkynnt foreldrum nemenda að ef börn þeirra fari í bólusetningu gegn kórónuveirunni megi þau ekki mæta í skólann í 30 daga eftir bólusetninguna. Stjórnendur skólans óttast að bólusettir nemendur „smiti“ ögnum frá sér, ögnum úr bóluefninu sem þeir telja geta verið skaðlegar fyrir heilsu fólks.

WSVN og The Washington Post skýra frá þessu. WSVN segir að skólastjórnendur hafi sent foreldrum tölvupóst um þetta í síðustu viku. The Washington Post segir að auk þess að segja foreldrunum að halda börnunum heima í 30 daga eftir bólusetningu innihaldi tölvupósturinn rangar upplýsingar um bóluefni gegn kórónuveirunni. Meðal annars að bólusett fólk geti „smitað“ aðra af innihaldi bóluefnisins með því að senda frá sér öragnir. Þetta er eitthvað sem bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, hefur staðfest að sé ekki rétt því innihald bóluefnisins geti ekki borist í annað fólk, hvorki með lofti né við snertingu.

David Centner, einn af stofnendum skólans, sagði The Washington Post að þessar nýju reglur væru „varúðarráðstöfun“ sem byggist á „fjölda atvikssagna sem hafi gengið“. „Skólinn tjáir sig ekki um hvort einhver grunnur sé fyrir óútskýranlegum fyrirbrigðum en við kjósum heldur að gera mistök með því að fara varlega þegar við tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á heilbrigði skólasamfélagsins,“ sagði hann.

Skólinn komst einnig í fréttirnar í apríl þegar stjórnendur hans vöruðu kennara við að láta bólusetja sig. „Við getum ekki leyft nýbólusettu fólki að vera nærri nemendum okkar þar til við fáum fleiri upplýsingar,“ skrifaði Leila Centner, eiginkona fyrrnefnds David Centner og meðstofnandi skólans, í tölvupóstinum að sögn The New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn