fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Alec Baldwin skaut konu til bana við upptöku á kvikmynd

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 03:45

Alec Baldwin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin varð konu að bana við upptöku á nýrri kvikmynd í gær. Einn til viðbótar særðist. Þetta gerðist við upptökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó.

Þetta gerðist þegar Baldwin skaut úr byssu, sem var hluti af leikmunum, við upptökur. Lögreglan í Santa Fe hefur staðfest þetta.

Talsmaður Baldwin, sem framleiðir og leikur í myndinni, sagði að um slys hafi verið að ræða þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem var notuð sem leikmunur.

Mynd frá upptökustað sem Baldwin birti nýlega á Instagram. Mynd:@ALECBALDWININSTA

 

 

 

 

 

 

Konan sem lést hét Halyna Hutchins og var 42 ára upptökustjóri. Hún var flutt með þyrlu á háskólasjúkrahúsið í Nýju Mexíkó en var úrskurðuð látin eftir komuna þangað. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, særðist og er nú á sjúkrahúsi.

Sky News hefur eftir Juan Rios, talsmanni lögreglunnar, að rannsókn standi yfir. Engar kærur hafi verið lagðar fram enn sem komið er og verið sé að yfirheyra vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt