fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fundu eigur Brian Laundrie og líkamsleifar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 06:20

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimm vikur hefur bandaríska alríkislögreglan FBI leitað að Brian Laundrie í Flórída en lögreglan vill gjarnan ræða við hann um morðið á unnustu hans, Gabby Petito, sem fannst látin í þjóðgarði í Wyoming í september. Brian lét sig hverfa tveimur dögum áður en lík hennar fannst.

Nú hefur lögreglan fundið muni í eigu Brian og nærri þeim fundust líkamsleifar. Lögregluna grunar að Brian hafi átt þátt í dauða Gabby en hann vildi ekkert segja um hvað hefði orðið um Gabby þegar hann sneri einn heim til Flórída úr ferðalagi þeirra þvert yfir Bandaríkin.

Um miðjan september lét hann sig hverfa frá heimili foreldra sinna og hefur hans verið leitað síðan. Mörg þúsund manns hafa tekið þátt í leitinni.

NBC News segir að lögreglan hafi fundið líkamsleifar og muni í eigu Brian á náttúruverndarsvæði í Flórída. Ekki er enn búið að bera kennsl á líkamsleifarnar.

Verndarsvæðið er skammt frá heimili foreldra hans.

Lík Gabby fannst 19. september og krufning leiddi í ljós að hún hafði verið kyrkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut