fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Bretar voru í fararbroddi í bólusetningum – Erfiður vetur framundan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 07:07

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi framan af ári voru Bretar í fararbroddi í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Í júlí voru allar sóttvarnaaðgerðir felldar úr gildi því staðan þótti viðráðanleg. En nú er hún gjörbreytt og ljóst að Bretar standa frammi fyrir erfiðum vetri.

Í síðustu viku er talið að tíunda hvert barn á aldrinum 7 til 11 ára hafa verið smitað af kórónuveirunni.

Breska ríkisstjórnin hefur varað landsmenn við og segir að þeir séu nú að sigla inn í erfiðan vetur þar sem smitum muni fjölga og mjög líklegt sé að heilbrigðiskerfið þurfi að glíma við mikið álag.

Daglegum smitum hefur fjölgað jafnt og þétt allan mánuðinn en á mánudaginn voru þau rúmlega 49.000, aðeins 19.000 færri en 8. janúar síðastliðinn þegar smitin voru í hámarki. Í gær greindust 48.000 smit.

Andrew Hayward, farsóttafræðingur og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við GB News að með núverandi þróun muni smitum fjölga enn frekar um tíma. Hann sagði einnig að álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið það mikið að erfitt verði að finna laus rými fyrir alla og að skortur geti orðið á starfsfólki. Hann sagði stöðuna vera mikið áhyggjuefni því álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið gríðarlegt.

The Guardian segir að hlutfall látinna hafi verið 11,4% hærra í síðustu viku en vikuna á undan en á sama tíma fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum um 6,9% á milli vikna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“