fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 21:03

Kaffi er hollt í hóflegu magni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári kostaði eitt kíló af hrákaffi sem svarar til tæplega 400 íslenskra króna.  Síðan þá hefur verðið bara hækkað og hækkað og það mun kannski halda áfram að hækka næstu árin.

E24 skýrir frá þessu. Fram kemur að verðið á kaffi hafi ekki verið hærra í tíu ár. Fyrir átján mánuðum kostaði kíló af hrákaffi sem svarar til um 360 íslenskra króna en það var eitt lægsta verðið síðustu 15 ár. Í dag kostar eitt kíló sem svarar til um 750 íslenskra króna.

Í nýjustu skýrslu bandaríska landbúnaðarráðuneytisins um kaffi kemur fram að framleiðslan á þessu ári verður minni en neyslan. Það þýðir einfaldlega að eftirspurnin er meiri en framboðið og af þeim sökum mun verðið hækka.

Marcelo Brussi, kaffiinnflytjandi, sagði í samtali við ástralska miðilinn ABC News að þetta ástand geti varað næstu þrjú árin. Framleiðslan í Brasilíu hafi minnkað um fjórðung og það muni hafa áhrif um allan heim. Hann sagði einnig að kaffiræktendur hafi sagt honum að þetta ástand geti varað í allt að þrjú ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum
Pressan
Í gær

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari