E24 skýrir frá þessu. Fram kemur að verðið á kaffi hafi ekki verið hærra í tíu ár. Fyrir átján mánuðum kostaði kíló af hrákaffi sem svarar til um 360 íslenskra króna en það var eitt lægsta verðið síðustu 15 ár. Í dag kostar eitt kíló sem svarar til um 750 íslenskra króna.
Í nýjustu skýrslu bandaríska landbúnaðarráðuneytisins um kaffi kemur fram að framleiðslan á þessu ári verður minni en neyslan. Það þýðir einfaldlega að eftirspurnin er meiri en framboðið og af þeim sökum mun verðið hækka.
Marcelo Brussi, kaffiinnflytjandi, sagði í samtali við ástralska miðilinn ABC News að þetta ástand geti varað næstu þrjú árin. Framleiðslan í Brasilíu hafi minnkað um fjórðung og það muni hafa áhrif um allan heim. Hann sagði einnig að kaffiræktendur hafi sagt honum að þetta ástand geti varað í allt að þrjú ár.