Það eru vísindamenn sem eru að rannsaka uppruna húðflúrs á fólki. Þeir vonast til að húðflúr á Ötzi geti varpað ljósi á uppruna húðflúra.
CNN segir að 61 húðflúr sé á líkama Ötzi sem geymdist vel í frosti i jöklinum. Allt frá því að Ötzi fannst hefur sérfræðinga greint á um tilgang húðflúranna á honum. Mörg þeirra virðast hafa verið teiknuð sem langar línur eftir baki hans, hnjám, úlnliðum og ökklum. Þetta eru svæði sem eldra fólk verkjar oft í.
Sumir vísindamenn telja að húðflúrin hafi verið meðhöndlun við verkjum. Þessi kenning þótti styrkjast þegar margvíslegar jurtir, sem eru þekktar fyrir lækningamátt, fundust nærri Ötzi.
Það eru einnig húðflúr á bringu Ötzi og telja sumir vísindamenn að þau geti tengst nálastungumeðferð, trúarathöfnum og trú.
CNN segir að vísindamenn telji að húðflúrin geti hafa haft djúpa menningarlega eða trúarlega þýðingu fyrir Ötzi og hans fólk. Þær hafi verið notaðar til að sýna tengsl við gamla menningu og trú en um leið verið merki nýrra tíma.
Húðflúr á líkamsleifum kvenna, sem fundist hafa í Egyptalandi, sýna að húðflúr hafa verið notuð síðan 2000 fyrir Krist. Ef horft er til málaðra stytta af húðflúruðum konum þá má jafnvel ætla að þetta listform hafi verið notað síðan 4000 til 3500 fyrir Krist.