fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Facebook breytir um nafn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 06:06

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ráðstefnu sem fer fram þann 28. október mun Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook og stofnandi fyrirtækisins, kynna nýtt nafn fyrirtækisins. Markmiðið með þessu er að sögn að endurnýja vörumerki fyrirtækisins.

The Verge skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Talsmenn Facebook sögðu í gær að fyrirtækið vilji ekki tjá sig um „orðróm eða getgátur“.

Fréttin um nafnabreytinguna kemur á sama tíma og bandarísk yfirvöld hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að Facebook og hvernig starfsemi samfélagsmiðilsins er háttað. Bæði Demókratar og Repúblikanar hafa sótt að fyrirtækinu sem þeir saka meðal annars um ólöglega einokunarstarfsemi.

Fyrirtækið hefur einnig verið sakað um leiða hjá sér neikvæð áhrif Instagram á fólk og þá sérstaklega ungar stúlkur. Segja má að vaxandi reiði hafi beinst að Facebook að undanförnu á bandaríska þinginu.

The Verge segir að einn liður í nafnabreytingunni verði að setja eins mikið af vörumerkjum fyrirtækisins og hægt er undir móðurfyrirtæki með öðru nafni. Miðillinn segir að nafnið eigi að endurspegla stórhuga áætlanir Facebook um að byggja upp svokallað „metaverse“ en þar verður fólk til staðar sem stafræn útgáfa af sjálfu sér. Miðillinn segir einni að þetta sé merki um ósk Facebook um að verða þekkt fyrir fleira en að vera bara samfélagsmiðill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum