fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Telja að neysla á fituríkum mjólkurvörum geti dregið úr hættunni á hjartasjúkdómum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 19:30

Áfengi hefur slæm áhrif á hjartað. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda að sögn vísindamanna til að neysla á fituríkum mjólkurvörum geti dregið úr líkunum á hjartasjúkdómum. Aðalhöfundur rannsóknarinnar segir að það skipti meira máli hvaðan fitan, sem fólk neytir, komi en magn hennar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að neysla á fituríkum mjólkurvörum geti hugsanlega tengst minni hættu á að fólk fái hjartasjúkdóma. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að það sé ekki verra fyrir heilsuna að neyta fituríkra mjólkurvara.

Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna sem gerði rannsóknina en niðurstaða hennar gengur gegn viðteknum hugmyndum um að fituríkar mjólkurvörur séu óhollar vegna mikillar mettaðrar fitu.

Vísindamennirnir rannsökuðu 4.150 sextuga Svía og mældu hversu mikið var af ákveðnum fitusýrum í blóði þeirra, fitusýrum sem eru í mjólkurvörum. Fylgst var með þátttakendunum í 16,6 ár að meðaltali og skráð hversu margir létust eða fengu hjartaáfall, heilablóðfall eða ýmsa hjartasjúkdóma.

Þeir þátttakendur sem voru með mikið magn mjólkurfitusýra í blóðinu voru í minnstri hættu á að glíma við hjartasjúkdóma. Vísindamennirnir komust einnig að því að neysla á fituríkum mjólkurvörum jók ekki líkurnar á ótímabærum dauða.

Kathy Trieu, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að neysla fitu og tengsl hennar við hjartað sé flóknari en áður var talið. Hún sagði að sífellt fleira bendi til að það skipti meira máli hvernig fitu er neytt en hversu mikillar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum