fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Nýtt trend í mikilli sókn – „Hoppríðingar“ til að missa ekki meydóminn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 18:30

JumpHumping. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að ef þriðji aðilinn hoppar á rúminu á meðan karl og kona liggja þar og getnaðarlimur karlsins er inni í konunni þá teljast það ekki vera samfarir? Þetta telja ungir mormónar að minnsta kosti og telja sig hafa fundið leið til að stunda kynlíf án þess að missa mey- eða sveindóminn í leiðinni, að minnsta kosti í augum guðs. Þetta er kallað „soaking“.

Samkvæmt því sem segir í umfjöllun New York Post þá gengur þetta þannig fyrir sig að getnaðarlimurinn er settur inn í leggöngin eins og um hefðbundnar samfarir sé að ræða. En parið má ekki hreyfa sig neitt og þarf því að fá einhvern til að hoppa í rúminu til að mynda bylgjukenndar hreyfingar á rúminu og núning án þess að parið hreyfi sig sjálft.

Eins og fyrr sagði er þetta kallað „soaking“ en er einnig kallað „jump humping“ og er þetta að sögn vinsælt umfjöllunarefni á TikTok þessa daga þar sem fólk getur séð hvernig þetta fer fram.

Mormónar mega ekki stunda kynlíf fyrir hjónaband og því sjá ungir mormónar sér leik á borði með „hoppríðingum“ þar sem þeir geta stundað kynlíf án þess að stunda kynlíf! Svolítið ruglingslegt en þar sem þeir telja sig ekki missa mey- eða sveindóminn með þessari aðferð, í augum guðs eða kirkjunnar að minnsta kosti, þá telja þeir sig geta notað þessa aðferð.

Þetta virðist nú eiginlega vera svolítið ólíklegt en er samt sem áður ansi útbreitt að sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn