fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Trump reynir að stöðva birtingu skjala um árásina á þinghúsið í janúar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 07:59

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur stefnt þingnefnd á vegum fulltrúadeildar þingsins til að reyna að koma í veg fyrir að nefndin fá fleiri skjöl, sem snúast um árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið þann 6. janúar, afhent.

NPR skýrir frá þessu. Fram kemur að Trump og lögmenn hans segi í stefnunni að skjölin sem nefndin vill fá afhent falli undir sérstaka lagaheimild sem tryggir ákveðinn trúnað á milli sitjandi forseta og ráðgjafa hans. „Lögin okkar heimila ekki svona fljóthuga og alvarlega aðgerð sem beinist gegn forseta og nánustu ráðgjöfum hans,“ segir í stefnunni sem var lögð fyrir alríkisdómstól í Washington D.C.

Með vísan í sömu lagaheimild hefur Trump hvatt embættisfólk úr stjórn hans til að neita að bera vitni fyrir nefndinni en í henni sitja sjö Demókratar og tveir Repúblikanar.

Sérfræðingar í lögum segja að það séu aðeins sitjandi forsetar sem geta vísað í heimildina um trúnað um samtöl þeirra við ráðgjafa sína.

Allt frá því að stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið hefur hann barist gegn öllum rannsóknum á atburðum þessa örlagaríka dags. Fimm létust í árásinni og rúmlega 600 hafa verið ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í henni.

Michael Gwin, talsmaður Hvíta hússins, sagði stefnu Trump gegn þingnefndinni vera „einstaka og ógn við lýðræðið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum