fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Nýjar upplýsingar um viðbrögð Trump við árásinni á þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:59

Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél lögreglumanns við þinghúsið þann 6. janúar á .

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur verið rætt og ritað um árás stuðningsmanna Donald Trump á þinghúsið í Washington þann 6. janúar síðastliðinn en þá reyndu stuðningsmenn Trump að fá úrslit forsetakosninganna ógilt. Nú bætist enn við í þær upplýsingar sem liggja fyrir um málið því í nýrri bók eru settar fram nýjar upplýsingar um viðbrögð Donald Trump á meðan á árásinni stóð.

ABC News skýrir frá þessu. Fram kemur að það sé Jonathan Karl, fréttamaður hjá stöðinni, hafi skrifað bók sem heitir „Betrayal: The Finaal Act of the Trump Show“ þar sem upplýsingar komi fram um viðbrögð Trump.

Áður hefur komið fram í ýmsum bókum að Trump hafi verið í einkasjónvarpsherbergi sínu og fylgst með atburðunum í beinni útsendingu. Karl segir þetta vera rétt en bætir við að hringt hafi verið í Trump á meðan á árásinni stóð. Það var að sögn Kevin McCarthy, leiðtogi minnihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni, sem var á línunni. Hann er sagður hafa beðið Trump um að biðja árásarmennina um að yfirgefa þinghúsið. „Það er nýbúið að flytja mig frá Capitol. Skotum var hleypt af við þak þinghússins. Þú verður að stöðva þetta,“ er hann sagður hafa sagt við Trump.

Heimildarmenn segja að Trump hafi hafnað þessu og sagt: „Þeir eru æstari en þú því þeir trúa meira á þetta en þig Kevin,“ er Trump sagður hafa svarað honum og átti þar við ósannar fullyrðingar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum.

Í bókinni er því einnig haldið fram að Trump hafi glaðst yfir því sem hann sá á sjónvarpsskjánum og að hann hafi montað sig af hversu margir árásarmennirnir voru.

Það liðu tvær klukkustundir frá því að árásin á þinghúsið hófst þar til Trump sendi frá sér myndband þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að fara heim og láta af ofbeldinu. Haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni að það hafi þurft nokkrar tilraunir til að taka myndbandið upp því í nokkrum útgáfum þess hafi Trump ekki beðið stuðningsmenn sína um að yfirgefa Capitol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði