fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Málið sem heltekur þjóðina þessa dagana – Tvö morð – Mannaveiðar – Öfugsnúin samúð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:10

Ou Jinzhong

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö morð, mannaveiðar og öfugsnúin samúð. Þetta er aðalinnihaldið í ótrúlegu drama sem nú á sér stað í Fujian-héraðinu í Kína. Þar leitar lögreglan logandi ljósi að Ou Jinzhong, 55 ára, sem er grunaður um að hafa myrt tvo og sært þrjá til viðbótar. En stór hluti almennings er á bandi Ou og vonast til að hann sleppi undan löngum armi laganna.

Við brotum hans liggur dauðarefsing. Fórnarlömbin eru nágrannar hans en árum saman höfðu þeir staðið í deilum við Ou. CNN skýrir frá þessu.

Það gerir þetta mál sérstakt að milljónir Kínverja vonast til að Ou sleppi en það má rekja til þess að þeir sjá málið sem dæmi um baráttu fátækra gegn ríkum og margir telja að örlög Ou séu meira virði en líf fórnarlamba hans.

CNN segir að málið eigi rætur að rekja til deilna um húsbyggingu. Það hófst 2017 þegar Ou fékk leyfi til að rífa gamla húsið sitt og byggja nýtt en þetta var upphafið að vandræðum hans. Samkvæmt færslum hans á Weibo (sem er samfélagsmiðill Kínverja) þá lokaði nágranninn, sem var ofar í samfélagsstiganum og bjó í fjögurra hæða húsi við hlið lóðar Ou, fyrir aðgang iðnaðarmanna að lóð Ou.

Þeir gátu því ekki hafist handa við að reisa hús Ou eins og samið hafði verið um. Þetta varð til þess að Ou, sem bjó með 89 ára gamalli móður sinni, varð að leita annarra leiða. Hann reisti því lítinn skúr á lóðinni sem hann og móðir hans gátu búið í þar til búið væri að leysa ágreining hans við nágrannann.

Á næstu árum reyndi Ou margoft að fá aðstoð yfirvalda við að koma húsbyggingunni í gang en honum var ekki svarað.

Þann 10. október síðastliðinn virðist honum endanlega hafa verið nóg boðið en þá geisaði óveður á svæðinu. Skúrinn hans var í svo lélegu ástandi að nokkrar þakplötur fuku af og inn á lóð nágrannans og lentu í matjurtagarði hans. Þegar Ou fór inn á lóð hans til að sækja plöturnar virðist hafa komið til deilna þeirra á milli sem enduðu með að Ou varð tveimur að bana og særði þrjá. Síðan hefur hann ekki sést.

Myllumerki sem sýndi stuðning fólks við Ou fór fljótt á flug á samfélagsmiðlum og var deilt rúmlega sjö milljón sinnum áður en því var eytt. Aðgangi Ou á Weibo var einnig eytt og segja margir það vera dæmi um að yfirvöld, og ríkt fólk, reyni að fela sannleikann um áralöng áköll Ou um hjálp. Það hefur einnig orðið til að styrkja stuðning fólks við Ou að yfirvöld hafa heitið peningaverðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans eða að hann finnist látinn. Verðlaunin eru sem svarar til um 400.000 íslenskra króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans en sem svarar til um einnar milljónar fyrir að hann finnist látinn.

„Verðlaunin fyrir að finna látinn mann eru hærri en að finna hann á lífi. Eru þetta virkilega skilaboðin frá yfirvöldum?“ spurði einn notandi Weibo og annar svaraði honum: „Það er vegna þess að dáið fólk getur ekki talað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“