fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Lagt af stað í 6,5 milljarða kílómetra leiðangur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:22

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn skaut Bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfarinu Lucy á loft. Þar með hófst 12 ára ferðalag geimfarsins sem mun leggja 6,5 milljarða kílómetra að baki á þessu ferðalagi.

Geimfarið á að rannsaka loftsteina nærri Júpíter. Lucy mun „heimsækja“ átta loftsteina í ferðinni. Lucy er 14 metra langt geimfar sem gengur bæði fyrir eldsneyti og sólarorku. Þetta verður fyrsta sólarknúna geimfarið sem fer svo langt frá sólinni.

Verkefni Lucy verður að rannsaka loftsteina sem eru innan þyngdaraflssviðs Júpíters. NASA vonast til að verkefnið veiti upplýsingar um hvernig pláneturnar og sólkerfið urðu til.

Það er af nógu að taka þegar kemur að loftsteinum nærri Júpíter því talið er að þeir séu um 7.000 talsins. Lucy mun fara í tæplega 400 kílómetra fjarlægð frá loftsteinunum átta. Sá stærsti þeirra er 95 kílómetrar í þvermál. Um borð í Lucy er háþróaður búnaður til að rannsaka samsetningu loftsteinanna, þéttleika þeirra og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti