fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Kóbramorðið – Virtist vera hið fullkomna morð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:07

Kóbraslanga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta virtist vera hið fullkomna morð og morðinginn taldi sig vera sloppinn en svo fór nú ekki og að lokum náðist hann. Niðurstaðan mun væntanlega hafa áhrif á svipuð mál og gera fólki erfiðara fyrir að nota sömu aðferð til að myrða annað fólk.

Morðið var framið í Kerala á Indlandi í maí á síðasta ári. Þá myrti maður einn eiginkonu sína með því að láta eiturslöngu bíta hana. Hann var nýlega dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Morð af þessu tagi eru algeng í Rajasthan og hafa nú greinilega náð til Kerala.

Dómsniðurstaðan markar tímamót því morð, þar sem eiturslöngur eru notaðar, breiðast hratt út á Indlandi því erfitt er fyrir ákæruvaldið að sanna að um morð hafi verið að ræða. En dómstólar tóku málið frá Kerala mjög alvarlega og dæmdu manninn í tvöfalt lífstíðarfangelsi og neituðu þremur ættingjum hans um lausn úr fangelsi á þeim grunni að morð af þessu tagi séu orðin svo algeng í Rajasthan að það sé nauðsynlegt að setja ákveðið fordæmi.

Fyrir um ári síðan sló dómstóll í Rajasthan því föstu að slöngumorð færist í aukana í ríkinu. „Það er ný tíska að fólk fær eiturslöngur hjá slöngutemjurum og drepur fólk með slöngubiti. Það er orðið algengt í Rajasthan,“ sagði í úrskurði dómstóls um sönnunarbyrði í slíku máli.

Málið frá Kerala er fyrsta málið þar sem ákæruvaldinu hefur tekist að fá morðingja dæmdan.

Það var á grunni ítarlegrar rannsóknar og tæknilegra og líffræðilegra sönnunargagna sem ákæruvaldinu tókst að fá hinn 28 ára Sooraj Kumar sakfelldan. Hann vildi losna við eiginkonu sína, hina 25 ára Uthra, en halda heimanmundi hennar sem hann hafði fengið greiddan í gulli. Samkvæmt indverskum sið þá fær konan heimanmund sinn í gulli í sinn hlut ef til skilnaðar kemur. Uthra hafði fengið 100 gullmyntir að verðmæti sem svarar til um fimm milljóna íslenskra króna í heimanmund auk landareignar, bíls og peninga. Hluti af gullinu fannst grafinn í garði fjölskyldu Kumar og voru foreldrar hans og systir þá handtekin og síðar neitað um lausn úr fangelsi eins og fyrr greinir.

Lögregluna grunaði fljótlega að Uthra hefði verið myrt því hún var bitin tvisvar af eiturslöngu. Í fyrra skiptið lifði hún bitið af en ekki það síðara en þá var hún enn veikburða eftir bit þeirrar fyrri. Rannsókn lögreglunnar leiddi hana til slönguveiðimanns sem hafði selt Kumar tvær slöngur. Kumar átti auðvelt með að meðhöndla þær því hann er sjálfur slönguveiðimaður og sérfræðingur um dýralíf og því nærtækt fyrir hann að velja sér „vopn“ sem hann hafði góða þekkingu á.

Áður en Kumar banaði eiginkonu sinni gaf hann henni sterkar svefntöflur svo hún vaknaði ekki við bitið. Hann létt slönguna, sem var kóbraslanga, síðan bíta hana tvisvar til að vera öruggur um að nú tækist honum að gera út af við hana. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að kóbraslöngur missa svo mikinn mátt við fyrsta bit að þær bíta næstum aldrei tvisvar í röð.

Þegar sönnunargögnin voru lögð fram fyrir dómi brotnaði Kumar niður og játaði að hafa myrt eiginkonu sína.

Málsgögnin verða nú birt í alþjóðlegum réttarmeinafræðaritum og er reiknað með að þau muni hafa mikil áhrif á framgang svipaðra mála í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn