fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:59

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarar í Southlake í Texas fengu nýlega fyrirmæli frá yfirmanni fræðslusviðs um að ef bækur um Helförina eru í kennslustofum þeirra þá einnig að bjóða upp á bækur þar sem „aðrar skoðanir“ koma fram. Gagnrýnendur segja þessi fyrirmæli vera „verri en fáránleg“ og segja „ámælisvert“ að neyða kennara til að afneita Helförinni með því að afneita sögulegum staðreyndum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að NBC News hafi komist yfir hljóðupptöku af fundinum þar sem Gina Peddy, yfirmaður fræðslusviðs Carroll Independent School District, hafi sagt þetta á fundi um hvaða bækur kennarar mega hafa í kennslustofum.

Fjórum dögum áður hafði skólastjórn Carrol skólans samþykkt í atkvæðagreiðslu að ávíta kennara sem var með bók, sem gagnrýnir kynþáttahyggju, í kennslustofu sinni. Þetta var gert eftir að foreldri kvartaði yfir þessu.

Þegar Peddy ávarpaði kennarana sagði hún þeim að „muna eftir hugtökum, nýrra laga í Texas sem setja þær skyldur á herðar kennara að kynna mismunandi sjónarhorn þegar þeir ræða „mál sem eru almennt umdeild og mikið rædd“.

Hún vísaði síðan beint til gyðingaofsókna nasista og Helfararinnar og sagði: „Ef þið eru með bók um Helförina þá verðið þið að sjá til þess að þið séuð einnig með aðra bók þar sem önnur sjónarmið koma fram.“

Einn kennari brást við þessu og sagði: „Hvernig er hægt að andmæla Helförinni?“

Því svaraði Peddy: „Trúið mér. Það hefur gerst.“

Eftir fundinn sagði einn kennari við NBC News: „Kennarar eru bókstaflega hræddir um að þeim verði refsað fyrir að hafa bækur í kennslustofunum. Það eru engar barnabækur sem bjóða upp á „andstæð sjónarmið“ við Helförina eða „önnur sjónarmið“ hvað varðar þrælahald. Eigum við að losa okkur við allar bækur um þessi efni?“

Annar kennari hengdi upp gulan viðvörunarborða fyrir framan bækurnar í kennslustofunni eftir að nýju fyrirmælin voru gerð opinber.

Þessi umræða um hvaða bækur á að leyfa í kennslustofum í Southlake er hluti af umræðu sem hreyfing, sem starfar um öll Bandaríkin, heldur á lofti en hún er á móti því að börn sé frædd um kynþáttahatur, sögu og málefni hinsegin fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afþakka gjöf Bidens og vilja sitja áfram á dauðadeild

Afþakka gjöf Bidens og vilja sitja áfram á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús