fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 19:00

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan er grafalvarleg í Norður-Kóreu og rambar landið á barmi hungursneyðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.

Norður-Kórea hefur lengi verið í vandræðum með að brauðfæða alla landsmenn og hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar aukið þennan vanda mikið.

Í skýrslunni kemur fram að það séu þeir landsmenn, sem eru nú þegar í verstu stöðunni og fá varla nægan mat, sem muni svelta. Elítan mun væntanlega geta haldið sínum glæsta lífsstíl að mestu óbreyttum.

Skýrslan var unnin af Tomas Ojea Quintana, einum af mannréttindasérfræðingum SÞ.

Í henni leggur hann til að til að draga úr líkunum á að hinir illa settu Norður-kóreumenn þurfi að glíma við enn verri stöðu verði dregið úr þeim refsiaðgerðum sem SÞ hafa sett á landið vegna kjarnorkuvopnabrölts einræðisstjórnarinnar.

En það er ekki bara skortur á matvælum í Norður-Kóreu því það er einnig mikill skortur á lyfjum og vöruverð hefur hækkað mikið eftir að vörur hættu að berast frá Kína. Mannúðarsamtök geta ekki einu sinni komið lyfjum inn í landið segir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags