fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Leigusali frá helvíti – „Þú verður að fara eftir öllum reglunum!“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 06:03

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki nóg með að leigusali einn vilji fá 170.000 krónur í leigu á mánuði fyrir eitt herbergi, hann setur einnig strangar umgengnisreglur fyrir væntanlega leigjendur og verða þeir væntanlega að hafa sig alla við til að gleyma sér ekki og brjóta þær. Kannski má segja að hér sé um leigusala frá helvíti að ræða.

Viðkomandi auglýsti nýlega herbergi til leigu í bænum North Manchester í Indiana í Bandaríkjunum en þetta er smábær. Auk þess að vilja fá sem svarar til um 170.000 íslenskra króna í leigu á mánuði þá setur hann verðandi leigjanda strangar umgengnisreglur.

Til dæmis má ekki horfa á sjónvarp eftir klukkan 21.30. Þess utan er algjört bann við því að kjöt komi inn í íbúðina því leigusalinn er grænmetisæta.

Auglýsingin hljóðar eitthvað á þessa leið: „Ég er með herbergi til leigu í íbúðinni minni sem er þriggja herbergja. Leigan er fyrir eitt herbergi! Þú færð aðgang að baðherberginu en mátt ekki fara í sturtu eftir klukkan 20! Þú mátt nota eldhúsið mitt en þú verður að þrífa eftir þig. Þú verður að sjá þér fyrir klósettpappír, sápu og sjampói. Þú verður að kaupa þinn eigin mat!“

Að auki tekur hann fram að ekki megi horfa á sjónvarp eftir klukkan 21.30, ekki má hlusta á tónlist á kvöldin og ef leigjandinn vill fá aðgang að þráðlausu neti þarf hann að greiða sem nemur um 10.000 íslenskum krónum á mánuði fyrir það.

Í auglýsingunni stendur einnig: „Herbergið verður skoðað vikulega til að tryggja að þú sinnir þrifum.“

Það er algengt að leigjendum sé bannað að vera með gæludýr en þessi leigusali gengur enn lengra og bannar verðandi leigjanda eiginlega að fá gesti. „Ef þú færð heimsókn þá verða gestirnir að vera inni í herberginu þínu allan tímann! Þeir mega ekki nota klósettið, þetta er húsið mitt – ekki þitt. Þú verður að fara eftir öllum reglunum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í