fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 06:43

Stytturnar góðu. Mynd:Mander Auctions

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 15 ár höfðu tvær gamlar styttur prýtt garð einn i Sudbury í Suffolk á Englandi. Eigandinn keypti þær á uppboði og kom þeim fyrir í garðinum. Talið var að um eftirlíkingar af fornum egypskum styttum væri að ræða. En nýlega var nýju ljósi varpað á uppruna styttnanna og seldust þær í kjölfarið á sem svarar til um 35 milljóna íslenskra króna.

Í ljós kom að stytturnar eru mörg þúsund ára gamlar og því að vonum mjög verðmætar. Þær voru seldar á uppboði hjá Mander Auctions. Fjölskyldan, sem átti stytturnar, setti sig í samband við uppboðshúsið og bað um aðstoð við að selja þær og fleira vegna flutninga.

Stytturnar höfðu staðið úti árum saman sem garðskraut en eigendurnir keyptu þær fyrir nokkur hundruð pund á uppboði fyrir 15 árum í þeirri trú að um eftirlíkingar væri að ræða.

Hjá uppboðshúsinu var talið að stytturnar væru eftirlíkingar og var talið að fyrir þær fengist sem svarar til 60.000-90.000 íslenskra króna. En það fór nú ekki svo.

CNN hefur eftir James Mander, uppboðshaldara, að fljótlega eftir að uppboðið hófst hafi allt orðið brjálað. Fyrsta boð var upp á 200 pund en innan 15 mínútna var verðið komið upp í 195.000 pund, sem svarar til um 35 milljóna íslenskra króna. Að auki þarf kaupandinn að greiða 24% þóknun til uppboðshússins. Það var alþjóðlegt listaverkasafn sem keypti stytturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn