New York Times skýrir frá þessu. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að gera leigumiðlunum á borð við Airbnb erfitt fyrir. Samkvæmt nýjum reglum verður að greiða leigu fyrir að minnsta kosti 31 dag þegar herbergi er leigt í einkaíbúð í borginni. Áfram verður þó heimilt að leigja heila íbúð ef eigandi hennar hefur tilskilin leyfi til útleigu.
Það er ekkert nýtt að borgarbúar séu orðnir þreyttir á ferðamönnum en allt frá því að Ólympíuleikarnir fóru fram í borginni 1992 hafa ferðamenn streymt þangað. Tripadvisor segir að borgin sé níundi vinsælasti ferðamannastaður heims.