Þetta veitir vísbendingar sem munu koma að góðu gagni við leitina að ummerkjum um líf. Perseverance lenti í Jezero gígnum í febrúar en vísindamenn hafa lengi talið að þar hafi vatn eitt sinn verið og að á hafi runnið í það.
Samkvæmt því sem segir í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, þá líkjast ummerki í klettum í gígnum ummerkjum eftir vatnsrennsli hér á jörðinni. Þetta bendi til að nægt vatn og raki hafi verið á Mars til að mynda hringrás vatns fyrir um 3,7 milljörðum ára.