fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kaldasti vetur sögunnar á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. október 2021 16:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið að koma á Suðurskautinu og kannski verða mörgæsirnar og vísindamennirnir, sem þar starfa, því fegnir því veturinn var sá kaldasti sem mælst hefur í heimsálfunni frá upphafi mælinga. Kuldinn þar hefur verið algjörlega á skjön við það sem var á norðurskautinu þar sem sumarið var óvenjulega hlýtt.

Samkvæmt frétt The Washington Post þá mældist meðalhitinn við bandarísku AmundsenScott South Pole stöðina, sem er við suðurpólinn eins og hann er staðsettur landfræðilega, mínus 61,1 gráða og ætti því kannski frekar að tala um meðalkuldann frekar en meðalhita.

Mælingar hófust þar 1957. Miðað við meðaltal mælinga síðustu 30 ára þá var frostið 2,5 gráðum meira í vetur. Hvað varðar ársmet þá var gamla metið frá 1976 en þá var frostið að meðaltali 60,6 gráður.

Þessi mikli kuldi hefur valdið því að hafísinn í álfunni hefur verið mikill og mældist útbreiðsla hans sú fimmta mesta frá upphafi mælinga.

Það var víðar kalt en við bandarísku stöðina því í lok september mældist 79,4 gráðu frost við rússnesku rannsóknarstöðina Vostok. Mesta frost sem mælst hefur á Suðurskautinu mældist þann 21. júlí 1983 en þó fór hitamælirinn í Vostok niður í 89,2 gráður.

Veðurfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA segja að kuldinn á Suðurskautinu að þessu sinni sé afleiðing sérstaklega sterkra heimskautavinda í heiðloftinu, oft nefnt heimskautahringiðan.

Vísindamenn benda á að þessi sögulegi kuldi á Suðurskautinu dragi á engan hátt úr þeirri staðreynd að hnattræn hlýnun sé að eiga sér stað og benda á að hitinn í álfunni geti sveiflast mikið vegna aðstæðna í heiðloftinu og vegna þess að álfan er almennt viðkvæm fyrir utanaðkomandi aðstæðum sem geta valdið miklum sveiflum í hitastigi.

„Þrátt fyrir að kaldur vetur sé áhugaverður þá breytir það ekki þeirri almennu þróun að til langs tíma fer loftslagið á Suðurskautinu hlýnandi,“ hefur The Washington Post eftir Eric Steig, prófessor í loftslagseðlisfræði við The University of Washington.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist