fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 18:30

Frá landamærum Litháens og Hvita-Rússlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fjölgun hefur orðið á komum förufólks til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi og í gegnum Pólland. Frá því í ágúst hafa rúmlega 4.300 manns komið þessa leið. Flestir frá Írak, Sýrland, Jemen og Íran.

Þýska sambandslögreglan skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Frá því í janúar og fram í júlí komu 26 manns þessa leið. Í ágúst komu 474 og í september 1.914. Frá 1. október til og með 11. október hafði lögreglan skráð 1.934 sem komu þessa leið.

Þjóðverjar líta á fólkið sem ólöglega innflytjendur.

Aukningin er rakin til spennunnar á milli Hvíta-Rússlands og margra nágrannaríkja. Aleksandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í maí að ríkisstjórn hans myndi ekki lengur koma í veg fyrir að förufólk færi áfram til ríkja ESB. Þetta voru viðbrögð hans við hertum refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í