Þýska sambandslögreglan skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Frá því í janúar og fram í júlí komu 26 manns þessa leið. Í ágúst komu 474 og í september 1.914. Frá 1. október til og með 11. október hafði lögreglan skráð 1.934 sem komu þessa leið.
Þjóðverjar líta á fólkið sem ólöglega innflytjendur.
Aukningin er rakin til spennunnar á milli Hvíta-Rússlands og margra nágrannaríkja. Aleksandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í maí að ríkisstjórn hans myndi ekki lengur koma í veg fyrir að förufólk færi áfram til ríkja ESB. Þetta voru viðbrögð hans við hertum refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart landinu.