fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Hvíta húsið varar Bandaríkjamenn við vöruskorti fyrir jólin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 15:30

Jólaverslunin getur verið í hættu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismenn í Hvíta húsinu segja að Bandaríkjamenn verði að búa sig undir að fyrir jólin verði eitt og annað ófáanlegt í verslunum. Einnig megi búast við hærri verðum á ýmsu.

Ástæðan er sá vandi sem er við að etja í birgðaflutningum þessi misserin. Þessi vandi hefur lagst á heimsviðskiptin og skapað flöskuhálsa í flutningageiranum í Bandaríkjunum. heimsfaraldur kórónuveirunnar bætir síðan ekki úr skák.

Þessi vandi getur dregið úr neyslu Bandaríkjamanna og kynt undir verðbólgu. Hann veldur einnig Joe Biden, forseta, pólitískum vanda því samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakannanar Reuters/Ipsos eru efnahagsmál mikilvægust í huga kjósenda bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins.

Embættismenn Hvíta hússins hafi síðustu mánuði unnið hörðum höndum að því að leysa vandann varðandi birgðaflutninga en segja að samt sem áður verði neytendur að undirbúa sig undir tómar hillur þegar líður að jólum. Það er þó að sögn ljós í myrkrinu að ástandið verður ekki langvarandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”