Óhætt er að segja að tollverðir á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn hafi krækt í góðan feng á miðvikudaginn. Þá stöðvuðu þeir karlmann, sem var á leið úr landi, sem var með 3,5 milljónir danskra króna, sem svara til um 70 milljóna íslenskra króna, meðferðis.
Maðurinn er 42 ára og var á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Hann var úrskurðaður í 27 daga gæsluvarðhald í gær en lögreglan telur fullvíst að peningarnir séu afrakstur ólögmætrar starfsemi.
Maðurinn neitar sök.