fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 06:59

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2019 sagði 44 ára karlmaður við lögregluna að hann vissi hver hafi myrt Emilie Meng sem var 17 ára þegar hún var myrt árið 2016.  Morðið á henni er meðal dularfyllstu morðmála síðari tíma í Danmörku. Maðurinn situr sjálfur í fangelsi en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir tvo morð á Sjálandi.

Þetta kemur fram í heimildarþáttaröðinni „Nogen ved noget om Emilie Meng“ sem fjallar um morðið á henni og rannsókn málsins.

Á síðasta ári voru tveir karlmenn, 36 ára og 44 ára, dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morðin á Kiehn Georg Andersen, 68 ára myntsafnara, og Poul Frank Jørgensen.

Hinir dæmdu höfðu áður verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tengslum við morðið á Emilie Meng. Í réttarhöldunum yfir þeim kom fram að annar þeirra hafði tjáð sig um mál hennar við lögregluna. Í dómabókinni kemur fram að eldri maðurinn hafi rætt um morðið á Emilie Meng þegar hann sat í aftursæti lögreglubifreiðar þann 24. júní 2019. Hann sagðist eiga að hitta morðingja Emilie Meng klukkan 19 og ætlaði að drepa hann. Maðurinn er frá Korsør og bjó þar allt þar til hann var handtekinn. BT skýrir frá þessu.

Yngri maðurinn bjó í um 18 kílómetra fjarlægð frá Regnemarks Bakke þar sem lík Emilie Meng fannst.

Áður hafði komið fram að lögreglan hafði skoðað hvort mennirnir tengdust morðinu á Emilie Meng því móðir þess 44 ára átti hvíta Hyundai bifreið sem líktist bifreið sem sást á upptöku eftirlitsmyndavélar á lestarstöðinni Korsør nóttina sem Emilie hvarf.

Í heimildarþáttaröðinni er skýrt frá svari mannsins við bréfi sem þáttagerðarmenn sendu honum en í því spurðu þeir hann út í vitneskju hans um morðið á Emilie Meng. Í bréfi sínu segir hann að hvorki hann né félagi hans hafi stöðu grunaðs í málinu og fullyrðir að hann hafi aldrei legið undir grun í því. Hann svaraði hins vegar ekki af hverju hann sagði lögreglumönnunum að hann vissi hver drap Emilie Meng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn