Nafnið Havanaheilkennið er tilkomið vegna þess að einkenni af þessu tagi gerðu fyrst vart við sig meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafa margir sendiráðsstarfsmenn og leyniþjónustumenn orðið fyrir þessum heilkennum.
Wall Street Journal segir að nú séu það starfsmenn sendiráðsins í Bogota í Kólumbíu sem glíma við þetta. Að minnsta kosti fimm starfsmenn sendiráðsins hafa fengið einkenni sem líkjast hinu óútskýrða Havanaheilkenni. Eitt barn er meðal þeirra sem glíma við þetta í Kólumbíu.
BBC segir að það sé í algjörum forgangi hjá bandarískum yfirvöldum að upplýsa þessi mál og komast að því hvað veldur þessum veikindum. Því hefur verið varpað fram að óvinveitt erlent ríki beri hugsanlega ábyrgð á þessu. Að notast sé við örbylgjur sem eru sendar í átt að fólkinu sem veikist síðan í kjölfarið.