fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Kongsberg – Hinn grunaði er samvinnuþýður og hefur skýrt frá málsatvikum í smáatriðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 05:42

Lögreglumenn á vettvangi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fredrik Neumann, verjandi mannsins sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti 5 manns að bana í Kongsberg í Noregi í gærkvöldi, segir að maðurinn hafi verið samvinnuþýður í yfirheyrslu í nótt og hafi skýrt frá málsatvikum í smáatriðum.

Maðurinn var yfirheyrður í nótt og var Neumann viðstaddur. Hann segir að maðurinn hafi verið samvinnuþýður og hafi farið yfir atburðarásina. Neumann vildi ekki segja hvað afstöðu maðurinn hefur til kærunnar á hendur honum.

Hann gat heldur ekki svarað af hverju maðurinn myrti fólkið með boga og örvum.

Maðurinn er 37 ára danskur ríkisborgari. Hann á danska móður og norskan föður og ólst upp í Noregi.

Hann verður færður fyrir dómara í dag þar sem lögreglan mun krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Hann verður einnig yfirheyrður aftur í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum