Hinn handtekni er nú vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Drammen. Lögreglan sendir frá sér fréttatilkynningu með upplýsingum um hinn handtekna þar sem hún vildi gera út af við umræður og kjaftasögur á samfélagsmiðlum.
Fredrik Neumann, verjandi hins handtekna, kom á lögreglustöðina skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en vildi ekki ræða við fjölmiðla.
Hinn handtekni er grunaður um að hafa orðið fimm manns að bana og að hafa sært tvo. Annar hinna særðu er lögreglumaður sem var í fríi og því ekki einkennisklæddur.
Maðurinn fór yfir töluvert stórt svæði í Kongsberg og skaut á fólk, meðal annars í matvöruversluninni Coop Extra. Segja norskir fjölmiðlar að hann hafi myrt nokkra þar.