Sú var þó ekki raunin í því máli sem hér er fjallað um. Ung kona eignaðist dóttur og ákvað í samráði við föður hennar að hún myndi fá nafnið Harlow. Nafnið var ofarlega í huga hennar því þegar hún var barn léku hún og systir hennar sér mikið saman með dúkku sem þær nefndu Harlow.
Nú er konan orðin 29 ára og löngu hætt að leika sér með dúkkur en nafnið sat greinilega fast í henni og varð fyrir valinu þegar dóttir hennar fékk nafn í vor. The Mirror skýrir frá þessu.
Fram kemur að konan hafi skrifað um málið á samfélagsmiðilinn Reddit þar sem hún sagði að þau hafi ákveðið nafnið og að segja engum frá því fyrr en stúlkan væri komin í heiminn.
Þegar hún skýrði systur sinni, Mary sem er 27 ára, frá nafninu brást hún „mjög illa við, öskraði og kallaði mig asna,“ skrifaði hún og bætti við: „Mary öskraði á mig að ég hefði stolið nafninu sem við völdum saman og að ég hefði ekki einu sinni látið hana vita, að ég ætti engan rétt á að taka þetta nafn. Hún sagði að ég væri að skemma æskuminningarnar og þurrka hana út úr þeim. Hún hefur ekki talað við mig síðan og hefur ekki hitt frænku sína. Ég held að ég hafi verið of gróf með að öskra til baka á hana og reyna ekki að skilja hennar hlið á málinu en við höfðum ekki nefnt þetta nafn árum saman og ég átti ekki von á að þetta yrði vandamál.“