fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Móðir, faðir og afi sakfelld fyrir barnaníð – Yfirlæknir segist aldrei hafa séð svona alvarlegar afleiðingar kynferðisofbeldis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingréttur í Møre og Romsdal í Noregi sakfelldi í gær móður, föður og afa fyrir umfangsmikið kynferðisofbeldi gegn þremur börnum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ofbeldið hefði viðgengist árum saman á heimili barnanna og að ofbeldismennirnir væru nánustu aðstandendur barnanna og hefðu átt að tryggja öryggi þeirra. Yfirlæknir, sem rannsakaði fórnarlömbin, sagðist aldrei hafa séð eins alvarlegar afleiðingar kynferðisofbeldis.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Í dómsorði kemur fram að börnin hafi lifað í stöðugum ótta við að verða fyrir ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi.

Móðir barnanna og afi þeirra voru dæmd í níu ára fangelsi en faðir þeirra í átta ára fangelsi. Þau voru einnig hvert um sig dæmt til að greiða hverju barni sem svarar til um sjö milljóna íslenskra króna í miskabætur.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að móðirin hefði brennt börnin með kveikjara, að þau hefðu verið bundin, lokuð uppi á háalofti, lokuð úti og að þetta hafi viðgengist árum saman.

Fólkið var einnig ákært fyrir að hafa beitt börnin kynferðislegu ofbeldi, allt frá því að þau voru kornabörn. Dómurinn lagði ekki trúnað á neitun foreldranna á þessu. „Það er álit dómsins að útskýringar foreldranna séu byggðar á vilja þeirra til að komast hjá refsiábyrgð,“ segir í dómsorði.

Yfirlæknirinn, sem rannsakaði börnin, sagði fyrir dómi að hann hefði aldrei áður séð svo alvarlegar afleiðingar kynferðisofbeldis. Hann rannsakaði börnin 2019, sex árum eftir að þeim var komið fyrir á fósturheimili.

Foreldrar barnanna og afi þeirra neituðu sök og sögðust vera gott og kærleiksríkt fólk og að ásakanir um ofbeldi væru byggðar á miklu ímyndunarafli barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í