fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Segir að minnst fjórir séu látnir í Kongsberg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 20:11

Lögreglumenn að störfum í Kongsberg. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fjórir létust í árásinni í Kongsberg í kvöld. Lögreglumaður var skotinn í bakið með ör. Drammens Tidende skýrði frá þessu fyrir nokkrum mínútum.

Lögreglan skýrði frá því á fréttamannafundi fyrr í kvöld að margir væru særðir og látnir eftir árásina og að árásarmaðurinn hefði verið handtekinn.

Á tíunda tímanum, að norskum tíma, var tekin ákvörðun um að allir norskir lögreglumenn skuli bera skotvopn tímabundið í ljós atburðanna í Kongsberg. Þeir eru alla jafna ekki vopnaðir skotvopnum.

Lögreglan boðaði til annars fréttamannafundar klukkan 22 að staðartíma. Á honum kom fram að margar tilkynningar hafi borist klukkan 18.30 um mann vopnaðan mann sem færi um bæinn og væri að skjóta á fólk. Árásarmaðurinn var handtekinn klukkan 18.47. Hann er talinn hafa verið einn að verki. Ekki liggur fyrir hvort um hryðjuverk var að ræða en verið er að rannsaka þann möguleika, ástæða er til að rannsaka það sagði lögreglustjórinn. Hinn handtekni er karlmaður, meira vildi lögreglan ekki segja um hann.

Lögreglan í bænum fékk aðstoð frá öðrum lögregluliðum því ástandið var óviðráðanlegt að sögn lögreglustjórans í Kongsberg. Hann vildi ekki skýra frá hversu margir væru látnir.

Erna Solberg, forsætisráðherra, hefur boðað til fréttamannafundar nú á eftir.

 

Grunur um hryðjuverk í Noregi – Margir látnir og særðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“