fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 17:00

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska innanríkisráðuneytið lagði um helgina áherslu á nauðsyn þess að Bretland og ESB semji á nýjan leik um mál er varða straum förufólks yfir Ermarsund til Bretlands. Bretar halda því fram að Frakkar geri of lítið til að stöðva för förufólks en Frakkar segja að Bretar leggi ekki nóg af mörkum til verkefnisins.

Það hefur lengi verið grunnt á því góða á milli Bretlands og Frakklands vegna þeirra mörg þúsund flóttamanna og innflytjenda sem reyna að komast yfir Ermarsund til Bretlands. Mikill fjöldi fólks dvelur í flóttamannabúðum í Frakklandi og margir reyna að komast þaðan yfir til Bretlands.

BBC segir að samkvæmt tölum frá breska innanríkisráðuneytinu hafi rúmlega 18.000 manns komist yfir Ermarsund það sem af er ári. Þetta er nýtt met og tvöfalt fleiri en komust yfir sundið allt síðasta ár. Á föstudaginn og laugardaginn tók breska strandgæslan 1.115 manns um borð í skip sín en fólkið var í 40 gúmmíbátum á leið til Bretlands.

Í júlí féllust Bretar á að greiða Frökkum sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta til að fjármagna aðgerðir frönsku lögreglunnar og strandgæslunnar gegn því að færra förufólk kæmist til Bretlands. Í samkomulaginu felst að Frakkar hétu að tvöfalda eftirlitið á og við strendur landsins. En bylgja förufólks, sem hefur komið frá Frakklandi síðustu vikur, hefur orðið til þess að Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, sakar Frakka um að hafa gert of lítið til að koma í veg fyrir að förufólkið komist út á sjó.

Talsmaður breska innanríkisráðuneytisins sagði í samtali við BBC um helgina að samvinnan við Frakka hafi skilað 300 handtökum, 65 kærum og komið í veg fyrir að rúmlega 13.500 manns kæmust yfir Ermarsund. En þar sem mörg hundruð manns séu reiðubúin til að hætta lífi sínu daglega til að komast yfir sundið þurfi bæði löndin að gera meira.

Patel hótaði nýlega að stöðva greiðslurnar til Frakka að hluta eða öllu leyti ef þeir taka sig ekki saman og herða aðgerðir sínar.

Gérald Darmann, innanríkisráðherra Frakklands, sagði um helgina að þörf sé á nýjum samningu um málið á milli ESB og Bretlands því Frakkar hafi ekki enn fengið þær greiðslur sem Bretar hafa lofað. Hann sagðist ekki sammála því að Frakkar hafi ekki gert nóg. Á síðustu þremur mánuðum hafi þeir stöðvað 65% tilrauna förufólks til að komast yfir sundið sem sé aukning úr 50%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl