fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 18:30

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn fer spennan vegna Taívan vaxandi en Kínverjar hafa verið mjög ágengir við eyjuna á undanförnum misserum og virðast sífellt færa sig upp á skaftið. Kommúnistastjórnin í Peking er staðráðin í að Taívan verði á endanum hluti af hinu kommúnistíska Kína en lýðræðissamfélagið á Taívan er ekki hrifið af þessum fyrirætlunum.

Kommúnistastjórnin lítur á Taívan sem óaðskiljanlega hluta af Kína og hefur að undanförnu sýnt hernaðarmátt sinn í auknum mæli við eyjuna. Það er nær daglegt brauð að kínverskar herþotur fljúgi inn í lofthelgi Taívan og nú eru kínverskir hermenn að æfa landgöngu í Taívansundi. Þessar æfingar má telja vera undirbúning fyrir innrás á Taívan.

Taívanski herinn er við öllu búinn og bandarískir hermenn eru á Taívan en það hefur hleypt mjög illu blóði í Kínverja eftir að fréttir bárust af veru þeirra á eyjunni um helgina. Þeir eru að þjálfa taívanska hermenn og sinna ráðgjafastörfum fyrir her landsins.

Það hefur verið opinbert leyndarmál áratugum saman að bandarískir hermenn séu á eyjunni en sú ákvörðun bandarískra stjórnvalda að „leka“ upplýsingum um það til fjölmiðla um síðustu helgi er talin vera aðvörun til Kínverja um að Bandaríkin muni ekki láta árás á Taívan viðgangast án þess að bregðast við.

Kínverjar svöruðu þessum fréttum með því að birta myndband af hermönnum æfa landgöngu í Fujianhéraði sem er gegnt Taívan við Taívansund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn
Pressan
Í gær

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Í gær

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum