Expressen skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að tilkynnt hafi verið um skothríð um klukkan 22. Á vettvangi hafi tveir slasaðir menn fundist og voru þeir báðir alvarlega særðir að sögn talsmannsins.
Báðir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús. Þar lést eldri maðurinn en sá yngri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan hefur unnið að rannsókn þess í alla nótt.
Þetta var annað kvöldið í röð sem skotárás var gerð í Farsta, sem er í suðurhluta Stokkhólms. Á mánudagskvöldið skutu tveir menn á hjólreiðamann. Lögreglan fann hjólreiðamanninn ekki og heldur ekki árásarmennina en skothylki fundust á vettvangi.