Talibanar hafa ekki greitt fyrir raforkuna síðan um miðjan ágúst þegar þeir tóku völdin. Afganar fá rafmagn frá nágrannaríkjum sínum, þar á meðal Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadsíkistan. Ríkin hóta nú að loka fyrir rafmagnið ef reikningarnir verða ekki greiddir.
Gjaldfallnir reikningar eru nú upp á sem svarar til um 8 milljarða íslenskra króna en hækka í sem svarar til um 12 milljarða íslenskra króna ef þeir verða ekki greiddir innan nokkurra daga.
Þegar Talibanar tóku völdin í landinu hættu greiðslur að berast fyrir rafmagnið. Safiullah Ahmadzai, einn af herforingjum Talibana, hefur tekið við stjórn ríkisorkufyrirtækisins DABS en talið er að það eigi sem svarar til um 5 milljarða íslenskra króna í eigin fé. Fyrrum forstjóri þess segir að Talibanar hafa neitað að nota peningana til að greiða fyrir gjaldfallna rafmagnsreikninga.
Aðeins 38% Afgana hafa aðgang að rafmagni á heimilum sínum.